5 hlutir sem þú vissir ekki um líftryggingar

Ef þú heldur að líftryggingar séu bara fyrir eldra fólk þá ættirðu að lesa þessa grein.

1. Líftryggingar henta vel fyrir ungt fólk

Sá misskilningur er lífseigur að líftryggingar séu aðallega fyrir eldra fólk. Líftrygging kemur í veg fyrir að fjölskyldan þín verði fyrir fjárhagslegu áfalli ef þú fellur frá. Þörfin fyrir líftryggingu er mest hjá ungu fólki sem hefur ekki byggt upp mikinn sparnað og á börn sem þarf að sjá fyrir í mörg ár í viðbót.

2. Líftryggingar eru ódýrari en þú heldur

Margir sleppa því að kaupa líftryggingu af því þeir halda að verðið sé hátt. Sannleikurinn er sá að fyrir 1.000 til 5.000 kr. á mánuði geturðu tryggt fjölskyldunni þinni 10.000.000 til 25.000.000 kr. ef þú fellur frá. Til þess að spara fyrir þeirri fjárhæð þyrftirðu að leggja fyrir 80.000 til 200.000 kr. á mánuði í 10 ár.

3. Það borgar sig að sækja um á meðan heilsan er góð

Ef þú sækir um líftryggingu núna þá hafa sjúkdómar og vandamál sem þú greinist með seinna ekki áhrif á verðið. Heilsan þín verður líklega aldrei betri en núna og það borgar sig því að sækja um líftryggingu strax. Þú getur byrjað á lítilli fjárhæð og hækkað svo trygginguna eftir því sem á þarf að halda.

4. Líftrygging er fyrir þá sem þér þykir vænt um

Með því að kaupa líftryggingu ertu í rauninni að tryggja framtíð þeirra sem þér þykir vænt um. Það er þægilegt að hugsa til þess að fyrir fjárhæð sem er á við einn þeyting eða bíómiða á mánuði geturðu tryggt að fjölskyldan búi áfram við sömu aðstæður jafnvel þótt þú fallir frá.

5. Þú getur sagt upp tryggingunni hvenær sem er

Flestir sem kaupa líftryggingu greiða af henni í 10 til 20 ár. Það er hins vegar gott að átta sig á því að þú getur breytt tryggingunni eða sagt henni upp hvenær sem er. Það borgar sig að endurskoða tryggingarfjárhæðina reglulega þar sem þörfin fyrir tryggingu getur breyst mikið með tímanum.

Besti tíminn til að kaupa líftryggingu er núna. Því yngri og hraustari sem þú ert, því ódýrari er tryggingin.

Í þessari grein tókum við mið af skilmálum líftryggingar TM en skilmálar geta verið mismunandi á milli tryggingafélaga.

Sjá athugasemdir