Nýtt útlit og ný heimasíða

Eftir nokkurra mánaða undirbúningsvinnu eru nýja útlitið og heimasíðan komin í loftið!

Markmiðið var að skapa vinalegt vörumerki sem fólk á eingöngu samskipti við í gegnum netið. Fyrirtækið er rekið af ungu fólki og markhópurinn eru yngri fjölskyldur sem eru að kynna sér líftryggingar í fyrsta skipti.

Hugmyndavinnan og hönnunin fóru fram í Mexíkó en það var auglýsingastofan Futura sem sá um að hanna nýja vörumerkið. Hér má sjá þau Daniel og Andre sem stýrðu verkefninu hjá Futura ásamt samstarfsfólki sínu í Mexíkó:

Sjá athugasemdir