Rafræn umsókn á 5 mínútum

Tími fyrir breytingar

Við vitum hvernig það er að fá tilboð í tryggingar og eiga erfitt með að skilja hvað felst í smáa letrinu. Okkur langar að gera tryggingar einfaldar og þægilegar en það er ekkert sem segir að þær þurfi að vera flóknar.

Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að svara öllum spurningum vegna líftryggingar á netinu og skrifa undir með rafrænum skilríkjum.

Persónutryggingar eru í sókn

Persónutryggingar (líf- og sjúkdómatryggingar) eru í mikilli sókn. Ungt fólk metur í auknum mæli upplifanir umfram það að eiga mikið af eignum og það er því eðlilegt að áhugi á lífsstílstryggingum sé að aukast. Sumir hafa aldrei þurft á húsnæðis- eða ökutækjatryggingu að halda en hafa áhuga á því að tryggja líf eða heilsu.

Rafræn umsókn á 5 mínútum

Við höfum þegar opnað fyrir umsókn um líftrygginu í samstarfi við Tryggingamiðstöðina. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að svara öllum spurningum um vegna líftryggingar á netinu og skrifa undir með rafrænum skilríkjum.

Þú getur séð hvað líftrygging kostar fyrir þig og sent inn umsókn á 5 mínútum hér: Sjá nánar

Sjá athugasemdir